Íbúar á Norðurlöndum

Spedbarn sover
Photographer
Johnér
Norðurlöndin skera sig úr meðal Evrópulanda vegna fjölgunar fæðinga og náttúrulegrar fólksfjölgunar þó í litlum mæli sé. Fólksflutningar eru sem fyrr helsta ástæða fólksfjölgunar.

Fólksfjöldi​

Samtals búa 27,8 milljónir manna á Norðurlöndum. Norðurlandabúum hefur fjölgað um 13 prósent frá árinu 2000, eða um 3,6 milljónir manna. Íbúar Norðurlöndin eru þó enn strjálbýl þar sem stór svæði eru ósnortin, aðallega skógar, engi, fjöll og vötn. Eina undantekningin er Danmörk sem er eitt þéttbýlasta land Evrópu með 141 íbúa á hvern ferkílómetra.

Fólksfjöldatölur. 1. janúar 2022

Fæðingar á Norðurlöndum

Æ færri börn fæðast á Norðurlöndum en þó fleiri en að meðaltali í ESB-löndunum. Aðeins í Finnlandi er frjósemin minni. Á Norðurlöndum er hún mest í Færeyjum þar sem konur á barneignaraldi eignast að meðaltali 2,3 börn.

Frjósemi

Mannfjöldaspá

Norðurlandabúar verða stöðugt eldri. Árið 2022 var 20 prósent íbúa eldri en 65 ára. Hlutfall eldra fólks mun væntanlega hækka upp í 25 prósent árið 2040. Þessi tilhneiging er enn greinilegri í ESB-löndunum. Þar er búist við að 28 prósent íbúa verði eldri en 65 ára árið 2040.

Hlutfall eldra fólks af íbúatölu. (eldri en 65 ára)

Fólksflutningar

Fólksflutningatalan er jákvæð á flestum Norðurlöndum. Í því felst að fleiri flytja til landanna en frá þeim. Fólksflutningar hafa í mörg ár verið mestir til Svíþjóðar.

Fólksflutningar

Frekari upplýsingar um íbúaþróun á Norðurlöndum

Í Nordic Statistics Database er að finna tölur um íbúafjölda, hreyfingar á fólki, mannfjöldaspá, fjölskyldur, frjósemi, fólksflutninga og þéttbýlismyndun.

Í  State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni. Árið 2022 verður sérstök áhersla á íbúaþróun í kórónuveirufaraldrinum.​

Frekari upplýsingar um íbúaþróun á Norðurlöndum má finna hér